Hörður (Hörður Facebook)
Lið Harðar sem spilar í Grill66 -deild karla í vetur tók þátt í fjögurra liða æfingarmóti í Lettlandi um helgina. Ásamt Herði léku lettneska liðinu Dobeles, eistneska liðið Serviti og litháenska liðið HC Pasvalio. Fyrsti leikur Harðar var á föstudaginn gegn Serviti þar sem að eistneska liðið hafði betur 32-29. Á laugardaginn spiluðu Harðverjar gegn heimamönnum í Dobeles og lauk leiknum með sigri heimamanna 32-27. Lokaleikurinn var síðan í gær gegn Pasvalio þar sem Harðaverjar sigrðu 25-20 og enduðu mótið í þriðja sæti. Á mótinu voru Harðverjar með nokkra leikmenn á reynslu þar á meðal hinn 33 ára Móldóva, Pavel Macovchin sem á að baki í kringum 130 landsleiki fyrir landslið Móldavíu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.