Á hvaða veggjum lendir óreyndur þjálfari ÍR?
Sigurður Ástgeirsson)

Katrín Tinna Jensdóttir wÍR (Sigurður Ástgeirsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 4 dagar þangað til Olís-deild kvenna hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið ÍR.

ÍR hefur verið hægt og bítandi að færa sig nær efstu liðum landsins undir stjórn Sólveigar Láru Kjærnested sem nú hefur sagt skilið við liðið. ÍR var í harðri baráttu við Selfoss allan síðasta vetur. Selfoss hafði betur í deildinni en ÍR sló þær út í úrslitakeppninni. Sterkur varnarleikur einkenndi liðið en liðið var í stökustu vandræðum oft á tíðum að skora mörk.

Þjálfarinn: Grétar Áki Andersen er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Með litla meistaraflokks reynslu en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð.

Breytingar: Einungis þjálfarabreytingar hafa átt sér stað í Breiðholtinu. Annars ríghalda þær í sama kjarna og hefur verið undanfarin ár. Dagmar Pálsdóttir sem kom á láni frá Fram í fyrra er farin aftur í Úlfarsárdalinn. Þær hafa ekki náð að fylla hennar skarð og bráðvantar því örvhenta skyttu. Liðið gæti lent í markvarðarkrísu fyrir áramót markmönnunum mun fjölga hjá þeim þegar líður á tímabilið.

Lykilmenn:
Sara Dögg Hjaltadóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Sylvía Sigríður Jónsdóttir

Fylgist með: Vaka Líf Kristinsdóttir er fædd árið  2005. Er vinstri skytta uppalin í ÍR sem fékk stærra hlutverk í fyrra eftir að Karen Tinna datt út og verður fróðlegt að sjá hvort hún verði í enn stærra hlutverki í uppstilltum sóknarleik ÍR-inga í ár. Áræðin og ein af fáum leikmönnum ÍR sem er óhrædd við það að lyfta sér upp og negla á markið en gæti einnig þurft að leysa af hægra megin þar sem engin örvhent skytta er til staðar hjá ÍR nema fráfarandi þjálfari liðsins mæti til leiks.

Framtíðin: Sif Hallgrímsdóttir sem kom frá KA/Þór fyrir tímabilið. Hún er uppalin Haukastelpa en er nú komin yfir til ÍR. Það verður spennandi að fylgjast með henni en hún mun að öllum líkindum fá stórt hlutverk í ÍR liðinu og sérstaklega þar sem Ingunn Brynja mun ekki spila með liðinu fyrir áramót.

Við hverju má búast:
Nái ÍR að byggja ofan á þann grunn sem Sólveig Lára Kjærnested hefur náð að byggja undanfarin ár gæti ÍR siglt lygnan sjó um miðja deild og hrifsað 4. sætið til sín en liðið var í mikilli baráttu við Selfoss á síðustu leiktíð. Reynslu lítill þjálfari, markmannsvandræði og lítil breidd gæti þó spilað inn í þetta tímabil hjá ÍR. Grétar Áki þarf einnig að finna lausn á sóknarleiknum frá því í fyrra.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top