Róbert Aron missir af byrjun tímabilsins
Baldur Þorgilsson)

Róbert Aron Hostert (Baldur Þorgilsson)

Valsmenn verða án Róberts Arons Hostert í opnunarleik Olís-deildarinnar annað kvöld þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Heklu-höllina í Garðabænum. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Olís-deild karla hefst annað kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Val en leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í Handboltapassanum.

Róbert Aron glímir við meiðsli í ökkla og segir hann óvíst hvenær hann kemst aftur á völlinn. Það er hinsvegar ljóst að hann verður ekki með í leiknum annað kvöld. Þá eru töluverðar líkur á því að Róbert missi af næstu leikjum Vals einnig.

Róbert Aron fór í aðgerð á ökkla fyrr í sumar og gerði hann ráð fyrir því að vera klár fyrir fyrsta leik en nú hefur komið babb í bátinn.

,,Það er annar stór bein biti sem var ekki tekinn í aðgerðinni. Ég fór í segulómun í vikunni og bíð nú eftir niðurstöðu úr henni og þá vitum við betur hvernig framhaldið verður," sagði Róbert Aron í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top