Goðsögn kveður ungverska landsliðið
Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Mate Lekai (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ungverska goðsögnin, Mate Lekai tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik fyrir ungverska landsliðið. Mate Lekai er leikmaður ungverska félagsins Ferencvárosi.

Mate Lekai lék á ferli sínum tæplega 200 landsleiki og skoraði tæplega 600 mörk fyrir þjóð sína. Hann hefur á glæstan feril en Lekai fagnaði 37 ára afmæli sínu fyrr í sumar.

,,Í dag tók ég mikilvæga ákvörðun og mér finnst kominn tími til að kveðja landsliðið. Ég hef getað keppt fyrir land mitt í 16 ár, barist og fagnað með ykkur. Þetta tímabil hefur gefið mér meira en allt annað: vini, reynslu og samfélag sem mun lifa í hjarta mínu að eilífu," segir Mate Lekai á samfélagsmiðlum sínum og heldur áfram.

,,Það er ekki auðvelt að segja að tíminn sé kominn, en ég trúi því að hver falleg saga hafi endi. Þökk sé fjölskyldu minni, liðsfélögum, þjálfurum og öllum sem studdu mig og hjálpuðu mér á ferðalagi mínu. Sérstakar þakkir til aðdáendanna sem hafa alltaf staðið með mér, jafnvel á erfiðustu stundum.
Landsliðsferill minn er að líða undir lok, en ást mín og virðing fyrir handbolta mun vara að eilífu. Ég mun halda áfram að fylgjast með og styðja framtíð ungversks handbolta. Ég trúi því að bestu tímarnir séu enn framundan og ég er viss um að næstu kynslóðir munu ná stórkostlegum árangri. Þakka ykkur fyrir að vera hluti af þessari frábæru ferð," segir Máté Lekai að lokum.

Mate Lekai hefur oft á tíðum leikið vörn íslenska landsliðsins grátt og verið okkur Íslendingum erfiður ljár í þúfu. Í viðtali eftir enn einn sigur Ungverja á Íslendingum á EM 2024 sagði Lekaí meðal annars í viðtali við Vísi.

,,Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top