Hreiðar Levý í Aftureldingu
JAVIER SORIANO / AFP)

Hreiðar Levý Guðmundsson (JAVIER SORIANO / AFP)

Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali hjá Betri stofunni hefur skrifað undir samning við Aftureldingu. Þetta tilkynnir félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Hreiðar Levý Guðmundsson er nýr markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Tekur Hreiðar Levý við starfi Jóhanns Inga Guðmundssonar sem hefur verið markmannsþjálfari Aftureldingar síðustu tímabil en hann skrifaði undir samning hjá Val fyrr í sumar.

,,Hreiðar þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann átti glæsilegan feril sem markmaður og var m.a í Íslenska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og liðinu sem fékk brons á EM 2010," segir í tilkynningunni hjá Aftureldingu.

,,Þetta eru virkilega flott viðbót við þjálfarateymi meistaraflokks karla og við hlökkum til að sjá Hreiðar gefa af sér og hjálpa markmönnunum okkar í vetur," segir enn fremur í tilkynningunni.

Afturelding heimsækir Hauka á Ásvelli í 1.umferð Olís-deildar karla annað kvöld en Olís-deildin fer af stað í kvöld þegar Stjarnan og Valur mætast í Heklu-höllinni klukkan 19:30 í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top