Kári Tómas semur við Hameln (Hameln)
Kári Tómas Hauksson hægri skytta HK undanfarin ár hefur samið við þýska neðri deildarliðið, Vfl Hameln en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Handkastið greindi frá því fyrr í sumar að Kári Tómas myndi flytja til Þýskalands en kærasta hans, Elín Rósa Magnúsdóttir gekk í sumar í raðir Blomberg-Lippe í þýsku úrvalsdeildinni eftir frábæran tíma hjá Val. Nú hefur Kári Tómas loks fundið sér félag og mun leika með því í vetur. Hameln segir í tilkynningunni að Kári sé frábær viðbót við liðið. ,,Velkominn Kári, við erum himinlifandi að hafa þig með okkur," segir enn fremur í tilkynningunni. Hameln leikur í Regionalliga deildinni þar sem fjórtán félög taka þátt. Fyrsti leikur liðsins er á laugardaginn þegar félagið heimsækir MTV Großenheidorn. Fyrrum liðsfélagar Kára í HK eru mjög ánægðir með þessi vistaskipti Kára og skrifar línumaðurinn Sigurður Jeffersson til að mynda: ,,Very special player! Good signing!" undir myndina á Instagram síðu félagsins. Þá skrifar Haukur Ingi Hauksson leikstjórnandi HK einnig undir færsluna en hann nýtur þýsku kunnáttu sína: ,,Der Wunderjunge!"
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.