Birgir Steinn er leikmaður Savehof ((Raggi Óla)
Dregið var í 16-liða úrslit sænska bikarsins fyrr í vikunni en fjögur íslensk lið voru í pottinum er dregið var. Það sem vekur hvað mest athygli er að Malmö og Savehof drógust á móti hvor öðru en það er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þessi félög eru nú í miðju einvígi í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Savehof vann fyrri leikinn í Malmö nokkuð sannfærandi síðustu helgi og mætast öðru sinni í Gautaborg næstu helgi. í 16-liða úrslitum sænska bikarsins er spilað heima og heiman og það er því ljóst að Savehof og Malmö verða búin að mætast fjórum sinnum innbyrðis áður en deildarkeppnin í Svíþjóð hefst. Liðin mætast síðan aftur í 5.umferð deildarinnar 2.október. Enginn Íslendingaslagur verður í 16-liða úrslitum sænska bikarsins. Drátturinn í heild sinni: Tyresö - Aranås Karlskrona - Redbergslids (Ólafur Guðmundsson og Arnór Viðarsson leika með Karlskrona) Kristianstad - Helsingborg (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með Kristianstad) Malmö - Savehof (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof) Kroppskultur - Hammarby Ystads - Hallby Tumba - Amo (Arnar Birkir Hálfdánsson leikur með Amo)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.