Norðurlöndin: Íslendingar í eldlínunni í kvöld
(Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Í kvöld voru þó nokkur íslendingalið í eldlínunni um öll norðurlöndin en í Noregi kláraðist fyrsta umferðin í deildarkeppninni þegar Arendal tók á móti Elverum. Dagur Gautason sem sneri aftur í liði Arendal eftir stutta dvöl hjá Montpellier skoraði 4 mörk fyrir heimamenn en Tryggvi Þórisson skoraði ekkert fyrir gestina í Elverum sem fóru frekar illa með heimamenn og unnu risastóran sigur, 18-37.

Í Svíþjóð fór fram fyrsti leikurinn í 16 liða úrslitum sænska bikarsins þegar Sävehof tók á móti Malmö í annað sinn á stuttum tíma en fyrir einskæra tilviljun munu liðin mæta hvor öðru fjórum sinnum áður en deildarkeppnin hefst í Svíþjóð. Þau drógust gegn hvor öðru í bikarnum en einnig í forkeppni Evrópudeildarinnar. En í leiknum í kvöld skoraði Birgir Steinn Jónsson 3 mörk fyrir heimamenn en liðin skildu þó jöfn, 32-32 og allt í járnum fyrir seinni leikinn sem fer fram um miðja næstu viku.

Að lokum fóru fram tveir leikir í Danmörku þegar liðin í evrópukeppninni spiluðu fyrstu leikina í annarri umferð deildarinnar. Skanderborg náði í sinn fyrsta sigur þegar liðið sigraði Grindsted, 33-23. Kristján Örn Kristjánsson átti hreinlega stórleik í liði heimamanna en hann skoraði 7 mörk úr 9 skotum og var með 4 stoðsendingar að auki. Í hinum leik kvöldsins töpuðu Ribe-Esbjerg öðrum leik sínum naumlega, 30-29 gegn heimamönnum í Mors-Thy. Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk úr 3 skotum fyrir Ribe og skilaði að auki 3 stoðsendingum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top