Ómar Ingi í liði umferðarinnar
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ómar Ingi ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýska bundesligan hófst á dögunum og gáfu Daikin Handball út lið umferðarinnar sem lítur svona út:

Füchse Berlin hófu sitt tímabil á því að bjóða nýliðum og lærisveinum Arnórs Þór Gunnarssonar og endaði leikurinn með 12 marka sigri Berlin. Lasse Ludwig markvörður Füchse stóð vaktina vel í markinu og varði 15 bolta og endaði með 50% markvörslu.

Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður og leikmaður evrópumeistara SC Magdeburg var í liði umferðarinnar í þýsku bundesligunni, þegar hann skoraði 15 mörk úr 18 skotum í sterkum útisigri gegn Lemgo

Viggó Kristjánsson og Andri Rúnars í Erlangen fengu THW Kiel í heimsókn og töpuðu með 2 marka mun. Í liði Kiel var línumaðurinn Lukas Laube sem skoraði 4 mörk og 5 varða bolta í hávörn Kiel.

Wetzlar fengu Flensburg í heimsókn og endaði það með jafntefli. Daninn Lasse Møller átti flottan leik með 6 mörk úr 6 tilraunum þar á meðal að hafa lagt upp 3 mörk.

Nýliðar Minden fengu Ými Örn og félaga í Göppingen í heimsókn og endaði leikurinn með 28-28 jafntefli. Max Staar hornamaður Minden skoraði 2 mörk og stal einum bolta.

Stuttgart buðu Einar Þorstein og félaga í Hamburg í heimsókn sem endaði í góðum sigri Hamburg manna 33-36. Nicolaj Jørgensen átti góðan leik fyrir Hamburg menn þar sem hann skoraði 12 mörk og lagði upp 7. Casper Mortensen átti sömuleiðis góðan leik þar sem hann skoraði 7 mörk úr 7 skotum.

2. Umferð þýsku bundesligunnar hefst í dag þar fjórir leikir fara fram kl 17:00

Bergischer-Erlangen (17:00)

Göppingen-Füchse Berlin (17:00)

Rhein-Neckar Löwen (17:00)

THW Kiel- Wetzlar (17:00)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top