Það vantaði auka 10-20% í allt hjá okkur
Kristinn Steinn Traustason)

Hrannar Guðmundsson (Kristinn Steinn Traustason)

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sagði í samtali við Handkastið eftir fimm marka tap liðsins gegn Val í 1.umferð Olís-deildar karla í kvöld að það hafi vantað bæði upp á betri vörn og sókn hjá sínu liði.

Valsmenn sem spáð er deildarmeistaratitlinum unnu fimm marka sigur í Garðabænum í kvöld 32-27 en liðið komst mest tíu mörkum yfir í seinni hálfleik.

,,Það vantaði auka 10-20% í allt hjá okkur. Við erum að spila gegn frábæru liði og töpuðu mögulega gegn betra liði í dag," sagði Hrannar.

,,Þeir skoruðu full auðveld mörk á tímabili á meðan vorum við að rembast með mörkin okkar. Þeir voru alltaf einu skrefi á undan okkur og við vorum alltaf að elta," sagði Hrannar Guðmundsson í samtali við Handkastið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top