Einar Jónsson (Kristinn Steinn Traustason)
Handboltatímabilið hér heima fer af stað í kvöld þegar Olís-deild karla hefst og Olís-deild kvenna hefst á laugardaginn. Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki. Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari Fram í Olís-deild karla Einar Jónsson hafði segja. Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið? Mjög ánægður. Flestir leikmenn verið heilir og við höfum náð að æfa vel. Við erum náttúrulega búnir að missa nokkra mjög góða leikmenn frá síðasta tímabili. Fengum Danjal til liðs við okkur. Erum mjög sátt með hópinn. Engar sérstakar áskoranir fyrir okkur. Við ætlum að reyna að vinna alla þá titla sem eru í boði. Það eru margir frábærir leikmenn í deildinni sem ég væri til í að þjálfa. Þori ekki gera upp á milli þeirra hérna. Af hættu á að ummælin verði send til aganefndar. Veit ekki hvort að það skaði ímynd handboltans ef ég nefni einn frekar en annan. Fram
Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?
Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?
Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?
Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?
Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.