Adam Thorstensen fékk höfuðhögg á æfingu
Sævar Jónasson)

Adam Thorstensen (Sævar Jónasson)

Stjarnan tapaði í gær gegn Val á heimavelli í 1.umferð Olís-deildar karla 34-29. Fjóra leikmenn vantaði í leikmannahóp Stjörnunnar þar á meðal markvörðinn Adam Thorstensen.

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var spurður út í fjarveru Adams í viðtölum eftir leik.

,,Adam fékk bolta í höfuðið á æfingu í gær (fyrradag) og eftir að hafa hitt sjúkraþjálfara var sú ákvörðun tekin að hann yrði hvíldur í leiknum," sagði Hrannar í viðtölum í gær en hann gat ekki sagt til um það hvort Adam yrði leikfær í seinni leik Stjörnunnar gegn Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan tekur á móti Baia Mare í Heklu-höllinni næstkomandi laugardag klukkan 13:00 í seinni leik liðanna en fyrri leikurinn endaði með jafntefli 26-26.

Tandri Már Konráðsson gekkst undir aðgerð á hásini í gær og verður frá næstu mánuði. Þá glímir Sveinn Andri Sveinsson enn við meiðsli og Ísak Logi Einarsson tognaði í leiknum gegn Baia Mare á laugardaginn og er þátttaka hans í seinni leiknum í óvissu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top