HaukarHaukar ((Kristinn Steinn Traustason)
Afturelding sigraði Hauka í leikleika kvöldsins í Olís deildinni sem fram fór á Ásvöllum, 27-28. Afturelding hafði undirtökin nánast allan leikinn og voru til að mynda 11-15 yfir í hálfleik. Mosfellingar náðu mest 7 marka forskoti í síðari hálfleik og virtist þetta ætla að vera þægilegt kvöld fyrir þá. Það var þó aldeilis ekki raunin og hægt og rólega náðu heimamenn að klóra sig aftur inn í leikinn. Mosfellingar voru sjálfum sér verstir undir lokin þegar þeir létu senda sig útaf trekk í trekk. Þegar um 20 sekúndur voru eftir voru Aftuelding með boltann og tóku leikhlé. Haukar náðu að vinna boltann og keyrðu upp í hraðaupphlaup þar sem Þráinn Orri náði að koma boltanum í netið en dómararnir dæmdu markið ekki gilt þar sem leiktíminn var búinn. Sanngjarn sigur Mosfellinga því staðreynd að þeir gerðu leikinn helst til of spennandi undir lokin. Árni Bragi Eyjólfsson var stórkostlegur í liði Aftureldningar í kvöld og skoraði 10 mörk og Einar Baldvin Baldvinsson varði 12 skot. Markaskor Hauka: Freyr Aronsson 8 mörk, Birkir Snær Steinsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Andri Fannar Elísson 2, Adam Haukur Bamruk 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Össur Haraldsson 1 Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6 varin (31,6%), Magnús Gunnar Karlsson 4 varin (21,1%). Markaskorun Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 10 mörk, Kristján Ottó Hjálmarsson 4, Haukur Guðmundsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Ævar Smári Gunnarsson 2, Þorvaldur Tryggvason 1. Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12 varin (31%)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.