Erlendar fréttir (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Auk þess að taka við Fuchse Berlín verður Nikolej Krickau einnig íþróttastjóri félagsins fram á næsta sumar. Tvöfalt hlutverk bætir við aukinni pressu, segir sérfræðingur við TV 2 í Danmörku. ,,Auðvitað bætir það við aukinni vinnu og pressu. Það er líka afleiðing og niðurstaða samræðna sem hann hefur átt við framkvæmdastjórann Bob Hanning að hægt er að fylgja þeirri stefnu sem hefur verið lögð fram án þess að ágreiningur komi upp milli íþróttastjóra og aðalþjálfara." Nikolej Krickau mun fá félagsgoðsögnin, Paul Drux sem aðstoðarmann liðsins og tengilið milli liðsins og stjórnenda næsta sumar. Drux sem er 30 ára gamall, spilaði allan sinn atvinnumannaferil hjá Füchse Berlin en eftir tvö slæm hnémeiðsli í fyrra lagði hann skóna á hilluna í október. Samkvæmt heimildum Bild gæti Stefan Kretzschmar fráfarandi íþróttastjóri Fuchse Berlín tekið við sem íþróttstjóri hjá Leipzig. ,,Að fara frá því að vera rekinn frá Flensburg yfir í að verða aðalþjálfari Füchse Berlin, sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar og varð þýskur meistari síðasta tímabil, er brjáluð atburðarás. Það er gríðarleg umbun fyrir Nicolej Krickau," segir Bent Nygaard við TV2 í Danmörku. Á sama tíma og félagið tilkynnti að Bob Hanning væri hættur hjá Fuchse Berlín sem þjálfari liðsins hefur félagið tilkynnt að Bob Hanning framkvæmdastjóri félagsins og Stefan Kretzschmar hafi náð samkomulagi um að sá síðarnefndi hætti strax sem íþróttastjóri félagsins. Nýr þjálfari Berlínar er Daninn Nikolej Krickau. Þrír leikir fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaliðin Gummersbach og Melsungen mætast klukkan 17:00 en þá fara einnig fram leikir Leipzig - Lemgo og Flensburg - Stuttgart. Um er að ræða fyrsta heimaleik Blæs Hinrikssonar með Leipzig. Noah Beyer skoraði tíu mörk fyrir Bergischer í tapi gegn Erlangen í gær. Leo Prantner skoraði níu mörk fyrir Fuchse Berlín í sigri á Göppingen. Karolis Antanavicius skoraði sjö mörk fyrir Minden í tapi gegn Löwen. Emil Madsen skoraði átta mörk fyrir Kiel í sigriá Wetzlar. Max Beneke skoraði tíu mörk fyrir Eisenach í tapi gegn Magdeburg. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk og eldri bróðir hans, Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk í 45-21 sigri Kolstad gegn Rorvik í norska bikarnum í gærkvöldi. Þá komst markvörðurinn, Ísak Steinsson og félagar hans í Drammen einnig áfram eftir átta marka sigur á Haslum 36-28.Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 4. september:
15:50: Krickau verður íþróttastjóri félagsins fram á næsta sumar
15:45: Paul Drux verður tengiliður hjá Fuchse Berlín
14:30: Fer Kretzschmar til Leipzig?
14:30: Bent Nygaard tjáir sig um atburðarrásina í Berlín
14:00: Stefan Kretzschmar hættur hjá Fuchse Berlín
13:45: Íslendingaslagur í Þýskalandi í dag
09:00: Þeir markahæstu í Þýskalandi í gær
08:00: Þrettán íslensk mörk í bikarsigri
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.