Fær Guðjón L. líka sekt?
Sævar Jónasson)

Agnar Smári Jónsson (Sævar Jónasson)

Í leik Stjörnunnar og Vals í gærkvöldi fékk Agnar Smári Jónsson 2 mínútur fyrir að slá í vatnsbrúsagrind eftir að Ágúst Jóhannson hafði tekið hann af velli.

Agnar Smári átti afar slæman kafla og var sennilega ekki sáttur við sjálfan sig. Jafn leikreyndur leikmaður og Agnar Smári á þó að vita að sú hegðun sem hann sýndi þegar hann var tekinn af velli, getur haft afleiðingar.

Sér í lagi þegar Guðjón L Sigurðsson er í eftirliti, enda er hann þekktur fyrir að taka á öllum atriðum, stórum sem afar smáum. Merkilegum sem og afar ómerkilegum.

Í myndbandi sem Handkastið fékk sent til sín í morgun, sést þó greinilega að Guðjón ætlaði sér ekkert að gera í málinu. Það var ekki fyrr en að kvartanir bárust af bekk Stjörnunnar af hegðun Agnars Smára að Guðjón þurfti að taka á málinu.

Guðjón stöðvaði leikinn, kallaði annann dómara leiksins til sín, og Agnar Smári fékk 2 mínútur að launum.

Ágúst Jóhannson lofaði feitri sekt á Agnar fyrir þetta í sektarsjóð Valsmanna í viðtali við mbl.is eftir leik.

Stóra spurningin er hvort Guðjón fær sekt frá formanni dómaranefndar, fyrir sinnuleysi. Kannski að sektin fari í skemmtsjóð dómara?

Sjón er sögu ríkari.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top