Íslands- og bikarmeistararnir byrja á sigri
J.L.Long)

FH (J.L.Long)

Íslands- og bikararmeistarar Fram byrjuðu tímabilið á sigri í kvöld þegar þeir heimsóttu FH í Kaplakrika og báru sigur úr bítum 25-29.

Fram hafði frumkvæðið allan leikinn og leiddu í hálfleik 12-16.

Rúnar Kárason var atkvæðamikill í liði Fram í kvöld og skoraði 8 mörk. Arnór Máni Daðason var einnig mikilvægur hlekkur í liði Fram og varði alls 15 skot.

Markverðir FH náðu sér aldrei á strik í kvöld, enduðu með 7 varin skot samtals og það munaði um minna í 4 marka tapi.

Sigur Fram var í raun aldrei í hættu og leiddu þær þægilega allt til leiksloka og var sigurinn virkilega sanngjarn.

Markaskorun FH: Símon Michael Guðjónsson 8 mörk, Jón Bjarni Ólafsson 4, Þórir Ingi Þorsteinsson 4, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Birgir Már Birgisson 3, Bjarki Jóhannsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Einar Örn Sindrason 1, Garðar Ingi Sindrason 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6 varin, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1 varið.

Markaskorun Fram: Rúnar Kárason 8 mörk, Ívar Logi Styrmisson 7, Eiður Rafn Valsson 5, Marel Baldvinsson 5, Dánjal Ragnarsson 2, Erlendur Guðmundsson 2.

Varin skot: Arnór Máni Daðason 15 varin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top