Einar Jónsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn deildarmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld 29-25. Framarar náðu snemma forskoti í leiknum og héldu því út allan leikinn. ,,Þetta eru frábær úrslit. Maður kemur ekkert í Kaplakrika og vinnur á hverjum degi. Þeir eru gríðarlega sterkir hérna og eru með flott lið en frammistaðan var góð hjá okkur lengst af. Við vorum með frumkvæði allan leikinn og gerðum vel," sagði Einar Jónsson meðal annars í viðtali við Handkastið eftir leik. Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.