Íslensku línumennirnir atkvæðamiklir – Blær markahæstur í tapi
Balur Þorgilsson)

Arnar Freyr Arnarsson (Balur Þorgilsson)

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach höfðu betur í Íslendingaslagnum gegn Melsungen 29-28.

Á sama tíma töpuðu Blær Hinriksson og félagar í Leipzig gegn Lemgo á heimavelli 29-34 og hafa því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

Blær Hinriksson var markahæstur í liði Leipzisg með sex mörk en Hollendingurinn Niels Versteijnen leikmaður Lemgo var makhæstur allra með níu mörk.

Hjá Gummersbach skoraði Elliði Snær Viðarsson átta mörk úr átta skotum og Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur hjá Melsungen með fjögur mörk úr fjórum skotum. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach sem hafa byrjað mótið með tveimur sigurleikjum.

Á meðan hafa Melsungen tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var leikur Flensburg og Stuttgart sem endaði jafn 29-29. Þar fór markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð á kostum, Marko Grgic og skoraði 11 mörk fyrir Flensburg. Hjá Stuttgart skoruðu bræðurnir, Kai Hafner og Max Hafner 8 og 7 mörk hvor.

Annað jafntefli Flensburg í tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Úrslit:
Gummersbach - Melsungen 29-28
Leipzig - Lemgo 29-34
Flensburg - Stuttgart 29-29

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top