Valskonum er spáð deildarmeistaratitilinum (Baldur Þorgilsson)
Handkastið opinberaði spá sína fyrir Olís deild kvenna í hlaðvarpsþætti sínum á sunnudagsmorgun. Líkt og fyrri ár er Valskonum spáð titlinum svo það mun verða talsverð pressa á Antoni Rúnarssyni þjálfara Vals á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Það um koma í hlut Þór/KA að falla aftur í Grill 66 deildina í vor. Stjörnukonur munu verma 7.sætið ef spáin gengur eftir og fara í umspilið um laust sæti í Olísdeildinni líkt og þær gerðu í vor. Spáin lítur svona út:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.