Við vorum ekki góðir og frekar flatir
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigursteinn Arndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigursteinn Arndal þjálfari FH var að vonum ekki ánægður eftir fimm marka tap gegn Fram í 1.umferð Olís-deildar karla á heimavelli í kvöld, 25-29 en staðan í hálfleik var 16-12 Fram í vil.

Sigursteinn sagði í viðtali við Handkastið að það hafi vantað meiri orku varnarlega og á sama tíma fannst honum liðið vera bitlaust sóknarlega.

,,Fyrstu viðbrögð er að við vorum ekki góðir. Við vorum frekar flatir. Það kemur smá kraftur í okkur undir lokin en þá förum við illa með dauðafæri en heilt yfir voru Framarar miklu öflugri en við og áttu sigurinn skilið," sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH meðal annars í viðtali við Handkastið eftir leik.

Viðtalið við Sigurstein í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top