Vildi Gidsel þjálfarann burt?
(Ronny HARTMANN / AFP)

Mathias Gidsel ((Ronny HARTMANN / AFP)

Ótrúleg atburðarrás hefur átt sér stað í herbúðum Þýskalandsmeistara Fuchse Berlín undanfarna daga sem náði hápunkti fyrr í dag er félagið greindi frá því að þjálfari liðsins, Jaron Siewert væri hættur með liðið.

Á sama tíma tilkynnti félagið að Daninn, Nikolej Krickau hafi tekið við liðinu. Krickau þekkir vel til Mathias Gidsel stórstjörnunnar í liði Fuchse Berlín en Krickau þjálfaði kauða í GOG á sínum tíma.

,,Ég er viss um að leikstjórinn í þessu öllu saman, Bob Hanning tekur ekki þessa ákvörðun án þess að ræða við efstu stjórnendur handboltaliðs síns, það er að segja Mathias Gidsel og Max Darj, sænska landsliðsmanninn og fyrirliða liðsins. Þannig að þeir hafa að minnsta kosti tekið þátt og hjálpað til við að samþykkja þetta," sagði danski handboltasérfræðingurinn Bent Nygaard við TV 2 í Danmörku.

Heimildir Handkastsins herma að Mathias Gidsel hafi verið einn af fleirum leikmönnum liðsins sem voru ósáttir með stjórnendahætti Jaron Siewert sem gerði liðið að Þýskalandsmeisturum í fyrsta skipti á síðasta tímabili.

Samningur Siewert við félagið átti að renna út næsta sumar en í febrúar á þessu ári framlengdi Gidsel samning sinn við Berlínarliðið til ársins 2029. Sögusagnir eru uppi um að þegar Gidsel var í samningaviðræðum við þýska liðið hafi hann gert kröfur um það að Siewert fengi ekki framlengingu á nýjum samningi og Krickau yrði eftirmaður hans.

Krickau var leystur undan samningi við Flensburg í desember á síðasta ári - stuttu áður en Gidsel framlengdi við Fuchse Berlín.

Bob Hanning framkvæmdastjóri Fuchse Berlín sagði í viðtali í dag að ákvörðun hans að segja upp samningi félagsins við Jaron Siewert sem er yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til að vinna deildina hafi verið sú erfiðasta sem hann hefur tekið á 20 ára ferli sem stjórnandi hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top