Hekluhöllin (Stjarnan Handbolti)
Allt er að verða klárt fyrir fyrsta evrópuleik Stjörnunnar á heimavelli í rúm 17 ár. Unnið hefur verið að því undanfarinn sólarhring að koma Hekluhöllinni í stand fyrir leik Stjörnunnar gegn Baia Mare sem fer fram á morgun klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að blásið verði til handboltaveislu á morgun en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 11:30 þar sem boðið verður upp á hoppukastala, Sælkerahamborgara og Kanturinn verður opinn. Miðasala fer fram á Stubb og hægt er að ýta hér til að kaupa miða á leikinn. Þetta er leikur sem enginn handboltaunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Fyrir þá sem eiga ekki kost að fara á leikinn þá þurfa þeir ekki að óvænta því Livey mun sjónvarpa frá leiknum og hægt er að kaupa áskrift hjá þeim í gegnum þennan link.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.