Sveinn Jose Rivera (Eyjólfur Garðarsson)
ÍBV vann eins marks sigur á HK í 1.umferð Olís-deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld 30-29 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. ÍBV var sex mörkum yfir í stöðunni 25-19 en þá fór allt í baklás sóknarlega hjá ÍBV á sama tíma og HK breytti um vörn og fór í 5-1. HK-ingar söxuðu á forskot Eyjamanna og jöfnuðu metin í stöðunni 28-28. Mikil spenna var undir lok leiks en Nökkvi Snær Óðinsson klikkaði dauðafæri í stöðunni 29-28 fyrir ÍBV og HK-ingar keyrðu upp í sókn. Haukur Ingi Hauksson sem hafði verið frábær í liði HK lét hinsvegar nappa sig í ruðning og HK-ingar misstu því boltann. Eyjamenn létu tímann renna út og uppskáru eins marks sigur í háspennuleik í Eyjum í kvöld. Markaskorun ÍBV: Dagur Arnarsson 7, Elís Þór Aðalsteinsson 6, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Daníel Þór Ingason, 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Andri Erlingsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1 Markvarsla: Petar Jokanovic og Morgan Garner samanlagt 11 Markaskorun HK: Haukur Ingi Hauksson 8, Andri Þór Helgason 6, Ágúst Guðmundsson 6, Leó Snær Pétursson 3, Sigurður Jefferson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Örn Alexandersson 1. Markvarsla: Rökkvi Steinunnarson 4, Róbert Örn Karlsson 5
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.