Fyrrum landsliðsmaður Portúgals til Harðar
Instagram)

Sergio Barros (Instagram)

Lið Harðar frá Ísafirði hefur fengið til sín fyrrum portúgalskan landsliðsmann fyrir átökin í Grill66-deildinni. Sergio Barros hefur skrifað undir samning við Hörð og er orðinn löglegur með liðinu fyrir fyrsta leik í deildinni sem fram fer á morgun.

Hörður fer á Seltjarnarnesið og mætir þar Gróttu í 1.umferð Grill66-deildarinnar.

Sergio Barros sem er fæddur árið 1992 er vinstri hornamaður sem getur einnig leyst leikstjórandastöðuna en hann hefur undanfarin ár leikið með Buzau í Rúmeníu. Barros á að baki 20 landsleiki og hefur skorað í þeim leikjum 27 mörk.

Barros lék lengst af með liði Sporting eða frá árinu 2011 til 2016. Þaðan fór hann til Norður-Makedóníu og lék með Eurofarm Pelister. Þá lék hann eitt tímabil með Nilufer í Tyrklandi, Puente Genil á Spáni og síðustu fimm tímabil hefur hann leikið í Rúmeníu.

Þjálfari Harðar er frá Portúgal og þekkir Sergio Barros því ágætlega.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top