Getum fallið en setjum stefnuna á úrslitakeppnina
Egill Bjarni Friðjónsson)

Daniel Birkelund (Egill Bjarni Friðjónsson)

Olís-deild karla hófst í vikunni og lýkur 1.umferðin á morgun á meðan Olís-deild kvenna hefst á morgun og lýkur 1.umferðin á sunnudag.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að sjá hvað nýráðinn þjálfari Þórs Akureyri, Daniel Birkelund hafði að segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Já ég held þetta hafi gengið vel. Við byrjuðum snemma og höfum verið að æfa síðan í byrjun júlí. Mér fannst það vera mikilvægt fyrir okkur að ná nokkrum „auka“ vikum saman þar sem ég er nýr hérna og við erum að prófa nýja hluti.

Við höfum leikið 6 æfingarleiki í ágúst sem hafa verið mjög mikilvægir fyrir okkur og mér finnst hafa verið bæting milli allra leikjanna í rétta átt.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Kjarninn síðan í fyrra hefur lítið breyst sem ég er mjög ánægður með. Við erum ánægður með að hafa fengið Hákon og Hafþór Inga Halldórssyni aftur til félagsins. Við fengum líka tvo nýja markmenn þá Patrek Þorbergsson og Nikola Radovanovic sem ég tel hafa litið vel út síðan þeir mættu og munu mynda gott markvarðatríó með Tristani Guðjónssyni.

Að lokum fengum við Igor Chileliov með seinni skipunum sem mun nýtast okkur vel í útilínunni og auka við breiddina þar bæði sóknar og varnarlega.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Sem nýliðar í deildinni tel ég að við þurfum að læra hratt og aðlaga okkur að nýju leveli og erfiðari andstæðingum en í fyrra. Jafnvel þó leikmenn í hópnum búi yfir reynslu á þessu leveli þá hefur hópurinn ekki verið saman í þessari aðstöðu áður. Munurinn á því að vera besta liðið í Grill 66 deildinni, spila 16 leiki á tímabili sem þú ert sigurstranglengri í meirihluta þeirra yfir í það að spila í deild þeirra bestu og spila 16 leiki fyrir jól þar sem þu verður „underdog“ í nánast öllum verður mikil áskorun.

Ég held það sé ekkert leyndarmál að hópurinn er í þynnra lagi svo við verðum að treysta mjög á lykilmenn okkar og að þeir haldist heilir.

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Ég er fullviss um að við getum staðið okkur vel í þessari deild á góðum degi. Ef liðið kemst í gott flæði og vinnur jafna leiki (sem ég reikna með að verði nóg af í vetur) tel ég okkur getað gert atlögu að sæti í úrslitakeppninni.

Hafandi sagt það þá tel ég einnig að við séum eitt þeirra liða sem gæti fallið. Ég reikna með að bilið á milli liðanna í 7 sæti og 12 sæti sé ekki svo mikið þannig ég tel þetta var spurningu um hvaða lið geti sótt stig á lélegum degi í jöfnum leik, verið heppið með meiðsli og svo framvegis.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?

Ég er ennþá að kynnast leikmönnum í öðrum liðum svo þessi verður að fá að bíða til næsta árs.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Ég á ennþá eftir að sjá öll liðin í deildinni en það kæmi mér ekki á óvart ef Valur yrði að berjast um þetta svo ef ég yrði að setja pening á þetta færu þeir á Valsmenn

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top