Hergeir Gríms glímir við meiðsli
Egill Bjarni Friðjónsson)

Hergeir Grímsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Hergeir Grímsson var ekki í leikmannahópi Hauka í tapi liðsins gegn Aftureldingu í 1.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi en Afturelding hafði betur með minnsta mun 28-27 en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var spurður út í Hergeir í viðtali við Handkastið eftir leikinn í gær.

,,Hann er að glíma við smá meiðsli á hné en það er ekki langt í hann. Það er ekkert alvarlegt," sagði Gunnar Magnússon.

Haukar mæta KA á Akureyri í 2.umferð Olís-deildarinnar á föstudaginn í næstu viku. Miðað við orð Gunnars þá er möguleiki á að Hergeir geti spilað þann leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top