Nikola Radovanovic (Þór handbolti)
Nýliðar Þórs byrjuðu tímabilið heldur betur vel þegar þeir unnu nokkuð sannfærandi sigur á ÍR 29 - 23 á heimavelli í kvöld í 1.umferð Olís-deildar karla. Markvörður Þórsara, Serbinn Nikola Radovanovic byrjaði leikinn stórkostlega og var hreint út magnaður í markinu og varði alls 20 skot í leiknum í kvöld. Hann gaf Þórsurum sjálfstraust í byrjun leiks og Þór náði fljótlega í góðu forskoti og komust í 8-2. ÍR-ingar voru heillum horfnir og náðu mest að minnka muninn í fjögur mörk í stöðunni 13-9. Þórsarar skoruðu hinsvegar þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiksins og staðan í hálfleik 16-9. Mest náðu heimamenn í Þór tíu marka forskoti í stöðunni 21-11 en engin spenna myndaðist í leiknum og lokatölur 29-23 Þór í vil. Frábær sigur Þórsara í byrjun móts en þeim var spáð 11.sæti nánast alstaðar fyrir mót. Daniel Birkelund þjálfari Þórs greinilega að gera góða hluti en Þórsarar spiluðu góða vörn og náðu að halda ÍR-ingum í einungis 23 mörkum sem verður að teljast fréttnæmt enda ÍR þekkt fyrir að skora mikið í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Markaskorun Þórs: Oddur Grétarsson 6, Þórður Tandri Ágústsson 5, Aron Hólm Kristjánsson 5, Hafþór Már Vignisson 4, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Hákon Ingi Halldórsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hafþór Ingi Halldórsson 1 Markvarsla Þórs: Nikola Radovanovic 20 varðir boltar Markaskorun ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 5, Jökull Blöndal Björnsson 4, Róbert Snær Örvarsson 4, Eyþór Ari Waage 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Örn Kolur Kjartansson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Bernard Darkoh 1 Markvarsla ÍR: Alexander Ásgrímsson 6, Ólafur Rafn Gíslason 3.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.