Adam Haukur Baumruk (Eyjólfur Garðarsson)
Aron Rafn Eðvarðsson var mættur í leikmannahóp Hauka í 1.umferð Olís-deildarinnar í gærkvöldi þegar Haukar töpuðu gegn Aftureldingu á heimavelli. Aron Rafn tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vegna meiðsla Vilius Rasimas hefur Aron Rafn hinsvegar tekið skóna fram. Í nýjasta þætti Handkastsins var endurkoma Arons Rafns rædd. Þar talaði Stymmi klippari um það að hann hafi heyrt af því að Haukar væru í leit af markmanni til að fylla skarð Rasimas. ,,Ég veit að Haukar eru að leita af markmanni utan landsteinana,” sagði Stymmi í Handkastinu. Fyrir hjá Haukum eru þeir Magnús Gunnar Karlsson og Ari Dignus en Magnús Gunnar lék með Gróttu á láni í Olís-deildinni á síðustu leiktíð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.