Sjáðu rauða spjaldið í Garðabænum – Slapp Valur við rautt?
Sævar Jónasson)

Jón Ásgeir Eyjólfsson (Sævar Jónasson)

Valur vann Stjörnuna í opnunarleik Olís-deildarinnar á miðvikudagskvöldið með fimm mörkum 32-27. Eins og við mátti búast var hart barist í leiknum.

Svo hart gekk Jón Ásgeir Eyjólfsson leikmaður Stjörnunnar til verka að hann fékk að líta rauða spjaldið frá dómurum leiksins eftir brot á Færeyingnum Bjarna í Selvindi strax í upphafi leiks.

Í nýjasta þætti Handkastsins var rauða spjaldið rætt en Andri Berg Haraldsson gestur þáttarsins hefði viljað sjá appelsínugult spjald á þetta brot. Andri Berg kallar ekki allt ömmu sína.

,,Hann býður svolítið upp á þetta með því að fara í hendina á honum, appelsínugult. En þetta kostaði þaði að við fengum að sjá nýjan leikmann sem ég var gríðarlega hrifinn af, Loftur Ásmundsson. Hann er aggresívur og var með ellefu fríköst í leiknum. Ég hafði mjög gaman af honum. Þetta er strákur sem þarf aðeins að vinna betur með en hann var góður maður á mann og missti varla mann í gegnum sig," sagði Andri Berg í Handkastinu.

Handkastið tók saman brotið hjá Jóni Ásgeiri en auk þess má sjá brot Þorvaldar Arnar Þorvaldssonar leikmann Vals í seinni hálfleik er hann braut á Pétri Árna Haukssyni. Keimlík atriði eða hvað?

Dæmir hver fyrir sig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top