Ída Margrét Stefánsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Grill66-deild kvenna hefst í kvöld þegar Víkingur og FH mætast í Safamýrinni í kvöld. 1.umferðin klárast síðan með þremur leikjum á sunnudag. Grótta féll úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð og á sama tíma hefur fækkað um tvö lið í Grill66-deildinni frá síðustu leiktíð. Berskir og Haukar 2 senda ekki lið til keppni í deildina á þessu tímabili. Handkastið fékk til sín sérfræðinga sem þekkja deildina vel til að spá fyrir um deildina sem framundan er. Ef spá Handkastsins verður að veruleika mun Grótta leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð. 1. GróttaSpá Grill 66 deildar kvenna:
2. HK
3. Afturelding
4. Valur 2
5. Víkingur
6. FH
7. Fjölnir
8. Fram 2
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.