Væri til í að fá fyrirliðann inná parketið eftir barneignir
(ÍR handbolti)

Grétar Áki Andersen ((ÍR handbolti)

Handboltatímabilið hér heima er farið af stað. Olís-deild karla er farin af stað og Olís-deild kvenna hefst á morgun.

Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir Olís-deildirnar og hefur sent sömu sex spurningarnar á alla þjálfara deildarinnar í karla og kvenna flokki.

Nú er komið að því að sjá hvað þjálfari ÍR í Olís-deild kvenna Grétar Áki Andersen hafði segja.

Ertu ánægð/ur með hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið?

Já við erum búin að æfa gríðarlega vel og tókum frábæra æfingferð með 10.000 þúsund fetum til Tenerife sem gekk mjög vel.

Hvernig metur þú þær mannabreytingar sem hafa orðið á liðinu í sumar?

Mjög lítið um breytingarnar hjá okkur. Við bættum réttum púslum við sem eru búin að koma vel út í æfingaleikjunum okkar í sumar. Við erum einnig að fá leikmenn til baka úr meiðslum og barneignunum seinna á tímabilinu þannig lýtur allt vel út.

Hverjar telur þú vera helstu áskoranir þínar og liðsins í vetur?

Held það verður mest inn í tímabilið hvort sem við eigum frábæran leik eða slakan að geta leyst hvað það var sem gekk vel og illa og æft/undirbúið það síðan eftir á. 

Hverjar eru væntingar þínar til tímabilsins?

Að við vinnum eftir þeim gildum sem við erum búin að setja okkur fyrir veturinn þá koma frammistöðurnar í kjölfarið og þá munum við sýna okkar bestu hliðar í vetur.

Ef þú mættir velja þér einn leikmann úr öðru liði í deildinni til að fá í þitt lið - Hver væri það og afhverju?

Held mest eins og er núna væri ég mjög til í að fá fyrirliðan okkar Karen Tinnu aftur inná parketið eftir barneignir.

Hvaða lið telur þú að verði deildarmeistari í vetur?

Haukar og Valur berjast grimmilega um þetta í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top