Hvaða lið fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar?
Dragomir Ovidiu)

Pétur Árni Hauksson (Dragomir Ovidiu)

Stjarnan er eitt af 24 félögum sem leika um helgina seinni leik sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigurvegarar úr einvígunum tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þar er Íslands- og bikarmeistarar Fram búnir að tryggja sér sæti.

Stjarnan leikur seinni leik sinn gegn rúmenska liðinu Baia Mare í Heklu-höllinni í Garðabæ í dag klukkan 13:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 26-26 jafntefli í Rúmeníu um síðustu helgi.

Auk Stjörnunnar verða fimm önnur Íslendingalið í eldlínunni um helgina.

Liðin sem leika í dag:

13:00: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-26

14:15 Savehof - Malmo 33-24 (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof)

16:00: Karlskrona - Chrobry Glogow 33:30 (Ólafur Guðmundsson og Arnór Viðarsson leika með Karlskrona)

16:00: HC Kriens - Gorenje 27-25

16:00 : ABC Braga - CD Bidasoa Irun 26-35

16:00: Karvina - Partizan 27-31

17:00: Sesvete - Dugo Selo 29-32

17:30: Alkaloid - Hannover-Burgdorf 27-37 (Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikur með Alkaloid)

17:30: Torrelavega - Elverum 28-38 (Tryggvi Þórisson leikur með Elverum)

18:30: St. Raphael - Mors Thy 45-32

Á sunnudag:

16:00: Bern - RK Medjimurje 31-28

18:00: Maritimo - Skanderborg AGF 25-38 (Kristján Örn Kristjánsson leikur með Skanderborg)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top