GYOR ((Attila KISBENEDEK / AFP)
EHF Meistaradeild kvenna hefst á ný um helgina, 16 af sterkustu liðum álfunnar stíga á svið í fyrstu umferð. Þar sem að áhorfendur fá bæði að sjá nýliða og kunnulegar viðureignir. Meistararnir frá Györ sem hafa unnið keppnina síðustu tvö tímabil, hefja titilvörnina með útileik gegn Borussia Dortmund. Í A-riðli er einnig komið að fyrsta "match of the week" þegar að Esbjerg og Metz mætast en þessi lið háðu baráttu um bronsið síðustu tvö ár. Í B-riðli má finna viðureign danska liðsins Odense og ungverska liðsins FTC en hann er athyglisverður fyrir þær sakir að Jesper Jensen, fyrrum landsliðsþjálfari dana, er þjálfari FTC. Nýliðarnir í Sola HK vonast eftir draumabyrjun í Króatíu á meðan Brest og Ikast ætla að reyna að nýta sér heimavöll sinn. Leikir A-riðils
Gloria Bistrita - Storhamar | Laugardagur 6.september kl.14.00
B.Dortmund - Györ | Sunnudagur 7.september kl.12.00
Esbjerg - Metz | Sunnudagur 7.september kl.14.00
Buducnost - DVSC Schaeffler | Sunnudagur 7.september kl.14.00
Leikir B-riðils
FTC - Odense | Laugardagur 6.september kl.14.00
Podravka - Sola HK | Laugardagur 6.september kl.16.00
Brest - Krim | Laugardagur 6.september kl.16.00
Ikast - CSM Búkaresti | Sunnudagur 7.september kl.12.00
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.