Búnar að eyða helling af púðri í sóknarleikinn
(ÍR handbolti)

Grétar Áki Andersen ((ÍR handbolti)

ÍR vann nokkuð óvæntan útisigur á Haukum í Olís-deild kvenna í gær í 1.umferð deildarinnar 31-27 eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 14-14.

Grétar Áki Andersen tók við liði ÍR fyrir tímabilið af Sólveigu Láru Kjærnested en Grétar Áki var aðstoðarmaður hennar á síðustu leiktíð. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Haukum í gær.

,,Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við vorum vel undirbúnar í þennan leik og stelpurnar framkvæmdu það sem við búnar að vera vinna vel í," sagði Grétar í samtali við Handkastið.

,,Varnarleikurinn var frábær eiginlega allan leikinn og við bregðumst líka alltaf vel við þrátt fyrir hvað Haukarnir keyrðu grimmt á okkur."

,,Við erum búin að vera eyða helling af púðri í sóknarleikinn allt þetta sumar og það kom hellingur af góðum sénsum í dag sem við nýttum okkur."

En kom þessi sigur og spilamennska sinna stelpa Grétari á óvart?

,,Já og nei bara takturinn og flæðið hjá okkur í æfingaleikjunum gerði það að verkum að þetta er mikið áframhald af því. Við vorum að spila gegn frábæru liði Hauka og það setti okkur í annan gír að vilja klára þennan leik eins og við gerðum. Náðum alltaf að standast öll áhlaupin og náði að kreista inn marki þegar við þurftum. Stelpurnar eiga þennan sigur alveg skilið þær voru stórkostlegar," sagði Grétar Áki að lokum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top