wAfturelding ((Raggi Óla)
Afturelding og Grótta mættust í kvöld að Varmá í Grill 66 deild kvenna. 19-19 jafntefli var niðurstaðan í háspennuleik eftir að staðan hafði verið 10-7 í hálfleik fyrir Aftureldingu. Flestir bjuggust fyrirfram án efa við sigri Gróttu þar sem þeim var spáð sigri í deildinni í spánni fyrir mót. Afturelding hafði lengi vel undirtökin í leiknum og náðu mest 5 marka forskoti í stöðunni 12-7. Gróttu stelpur skoruðu þá 5 mörk í röð og jöfnuðu leikinn í 12-12. Mikið jafnræði og mikil spenna var svo það sem eftir lifði af leiks. Það fór svo að Ída Margrét Stefánsdóttir jafnaði í 19-19 úr vítakasti þegar lítill tími lifði leiks. Aftureldingar stelpur brunuðu upp en náðu ekki að finna sigurmarkið. Hjá Aftureldingu átti Katrín Helga Davíðsdóttir frábæran leik og var lang atkvæðamest með 10 mörk. Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 14 skot fyrir Mosfellinga. Hjá Gróttu var Ída Margrét Stefánsdóttir atkvæðamest með 7 mörk og Andrea Gunnlaugsdóttir var í banastuði í markinu hjá Gróttu með 19 bolta varða. Nokkuð ljóst að þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið í Grill 66 deild kvenna og líklegt að þessi lið verði að berjast á toppi deildarinnar í vetur. Úrslitin í 1.umferð Grill66-deildar kvenna: Víkingur - FH 20-17
Fram 2 - Fram 23-40
Afturelding - Grótta 19-19
Valur 2 - Fjölnir 22-20
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.