Meistaradeild kvenna: Györ sýndi meistaratakta – Metz og Ikast unnu í háspennu leikjum
Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Hatadou Sako - Gyori (Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu kvenna lauk í dag með fjórum leikjum sem buðu upp á allt frá stórsigri til dramatískra flautumarka. Í leik helgarinnar tókst Metz að hefna sín á Team Esbjerg með frábærum leik markvarðarins Johönnu Bundsen.
Ríkjandi meistarar Györi sýndu snemma styrk sinn og skoruðu yfir 40 mörk gegn Borussia Dortmund, Ikast tryggði sér dramatískan sigur á CSM Bucuresti á síðustu sekúndu og DVSC Schaeffler sneri vörn í sókn og lagði Buducnost í hörkuleik.

A-riðill
Borussia Dortmund (ÞÝS) – Györi (UNG) 30:43 (15:20)
Markahæstar: Lois Abbingh 7 mörk (Dortmund) - Dione Housheer 7 mörk (Györ),Bruna de Paula 7 mörk (Györ)

Meistararnir frá Györi byrjuðu nýja tímabilið með miklum yfirburðum og unnu öruggan sigur í Þýskalandi. Þótt Dortmund hafi staðið í þeim fyrstu 20 mínúturnar og sýnt baráttu í endurkomu sinni í Meistaradeildina, þá tók hraðinn hjá Ungverjunum yfir. Csenge Fodor gladdi augað í fyrri hálfleiknum, en eftir hlé voru það Dione Housheer og Bruna de Paula sem stigu upp og létu sóknarleik Györ ganga á fullum krafti.
Dortmund náði aðeins 38% nýtni í sókninni og átti aldrei raunverulegt tækifæri til að fylgja meisturunum eftir. Lois Abbingh reyndi hvað hún gat með 7 mörk, en það dugði skammt gegn óstöðvandi sókn Györ sem fór vel yfir 40 marka múrinn.

Team Esbjerg (DAN) – Metz (FRA) 29:30 (15:15)
Markahæstar: Petra Vamos 7mörk (Metz) - Nora Mørk 8 mörk (Esbjerg)

Það var heldur betur boðið uppá spennutrylli þegar Team Esbjerg og Metz mættust í leik helgarinnar. Liðin höfðu áður háð baráttu um bronsið á síðustu tveimur FINAL4-mótunum þar sem Esbjerg hafði yfirhöndina, en nú snerist taflið Frökkunum í hag.
Fyrri hálfleikur var jafn og markverðirnir Anna Kristensen og Johanna Bundsen sýndu snemma hvað í þeim býr. Nora Mørk, sem er komin aftur í Meistaradeildina eftir barneign, kom Esbjerg tveimur mörkum yfir af vítalínunni, en Metz svaraði og Lucie Granier tryggði gestunum forystu rétt fyrir hlé, áður en liðin gengu jöfn til búningsherbergja, 15:15.
Í síðari hálfleik fór leikurinn skiptust liðin á að hafa forystu en Esbjerg náði þriggja marka forskoti í stöðunni 21:18. En leikhlé hjá Emmanuel Mayonnade, þjálfara Metz, breytti gangi mála. Á aðeins fimm mínútum snerist leikurinn og Frakkarnir komust yfir.
Lokamínúturnar voru dramatískar, en hetjulegar varnir og markvörslur Bundsen tryggðu Metz sögulegan útisigur, Esbjerg fékk þó möguleika til að jafna undir lokin en mistókst það

.

Buducnost (MNE) – DVSC Schaeffler (UNG) 24:25 (11:10)
Markahæstar:Itana Grbic 7 mörk (Buducnost) - Petra Tóvizi 5 mörk (DVSC), Océane Sercien-Ugolin 5 mörk(DVSC)

Buducnost hóf sitt 31. tímabil í Meistaradeildinni með naumu tapi eftir hörkuleik sem stóð frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti sigur liðsins í keppninni kom í janúar 2025, og þrátt fyrir góða byrjun með 3:0 áhlaupi tókst ekki að brjóta niður Ungverjana.
Petra Tóvizi skoraði fjögur fyrstu mörk sín úr fjórum skotum og jafnaði metin í 5:5, og DVSC komst síðan yfir í 8:6. Slakur varnarleikur gestanna leyfði þó Buducnost að snúa aftur í leikinn, og heimakonur fóru með eins marks forskot í hálfleik, 11:10.
Í síðari hálfleik dró mest til tíðinda þegar Itana Grbic hélt Buducnost á floti. Hjá Ungverjunum voru það Océane Sercien-Ugolin og markvörðurinn Adrianna Placzek sem stigu upp á lokakaflanum með mikilvæg mörk og markvörslu.
Ungi markvörðurinn Andrea Skerovic hélt heimaliðinu inni í leiknum með fjórum vörðum skotum af sex, en DVSC sýndi ró og yfirvegun undir pressu og kláraði leikinn með eins marks sigri.


Riðill B

Ikast Håndbold (DAN) – CSM Bucuresti (ROU) 28:27 (17:12)
Markahæstar:Emilie Hegh Arntzen 7 mörk (Ikast), Jamina Roberts 7 mörk (Ikast) - Elizabeth Omoregie 7 mörk (CSM)

Nýliðar í Meistaradeildinni, Ikast Håndbold, hófu endurkomu sína í keppnina með dramatískum sigri á CSM Bucuresti. Danirnir byrjuðu af krafti, héldu gestunum í aðeins einu marki fyrstu 11 mínúturnar og byggðu upp fimm marka forskot í hálfleik, 17:12.
Staðan virtist örugg þegar Ikast var komið sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Rúmenarnir neituðu að gefast upp. Markvörðurinn Evelina Eriksson steig þá upp í leiknum með 38% markvörslu og Elizabeth Omoregie leiddi sóknina, þar til hún jafnaði í 26:26 á 58. mínútu.
Í blálokin hélt Ikast þó haus. Amalie Milling í markinu varði mikilvæga bolta (37%) og á síðustu sekúndunum fann hún Emilie Hegh Arntzen með nákvæmri sendingu fram völinn. Norðmaðurinn laumaði boltanum í markið gegn sínum fyrrum félögum og tryggði Ikast dramatískan eins marks sigur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top