Bernard Kristján ((Eyjólfur Garðarsson)
Bernard Kristján Owusu Darkoh leikmaður ÍR varð fyrir meiðslum í tapi ÍR gegn Þór Akureyri á föstudagskvöldið í 1.umferð Olís-deildar karla. Atvikið átti sér stað þegar Þórður Tandri Ágústsson reif aftan í öxlina á Bernard sem lá óvígur eftir atvikiði. Þórði Tandra var vikið úr húsi með rautt spjald í kjölfar brotsins. Í samtali við Handkastið um helgina staðfesti Bjarni Fritzson þjálfari ÍR að það liti ekki vel út með Bernard en þeir væru þó að bíða eftir frekar niðurstöðu úr ítarlegri skoðun sem færi fram eftir helgi. Það er ljóst að þetta yrði gífurleg blóðtaka fyrir ÍR ef meiðsli Bernards reyndast alvarleg því hann skoraði yfir 6 mörk að meðaltali í leikjum ÍR í fyrra. ÍR fær nýliða Selfoss í heimsókn á fimmtudagskvöldið í Skógarselið í 2.umferð deildarinnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.