Rúnar Kárason (Egill Bjarni Friðjónsson)
Í gær lauk forkeppni Evrópudeildarinnar og þar með er ljóst hvaða liðum Fram mætir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fram verður eini fulltrúi Íslands í riðlakeppninni en Stjarnan lauk keppni í forkeppninni um helgina eftir tap gegn rúmenska liðinu Baia Mare í vítakastkeppni eftir að báðir leikir liðanna enduðu með jafntefli. Riðill Fram í Evrópudeildinni: Porto (Portúgal) Bæði Elverum og Kriens-Luzern komust áfram eftir forkeppnina. Elverum hafði betur gegn spænska liðinu Torrelavega samanlagt með níu mörkum 65-46 og svissneska liðið sló út slóvenska liðið Gorenje Velenje með níu mörkum samanlagt 59-50. Allir leikir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fara fram á þriðjudagskvöldum. Riðlakeppnin hefst 14. október og byrjar Fram á heimaleik gegn Þorsteini Leó Gunnarssyni og félögum í Portó. Fram fer síðan til Noregs og mætir Elverum í 2.umferðinni.
Fram (Ísland)
Elverum (Noregur)
Kriens-Luzern (Sviss)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.