Magnús Óli verður ekki með gegn FH
Baldur Þorgilsson)

Magnús Óli Magnússon (Baldur Þorgilsson)

Magnús Óli Magnússon var ekki í leikmannahópi Vals í sigri liðsins gegn Stjörnunni í 1.umferð Olís-deildar karla á miðvikudaginn í síðustu viku.

Magnús Óli er að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu er hann tognaði í kálfa.

,,Ég var byrjaður að æfa aðeins í æfingaferðinni á Tenerife en þá kom smá bakslag. Þetta er ekkert alvarlegt og við erum að gera ráð fyrir því að ég verði með í 3. umferðinni," sagði Magnús Óli í samtali við Handkastið.

Það er því ljóst að Magnús Óli verður ekki með Val í leiknum á fimmtudaginn gegn FH í N1-höllinni en hann stefnir á að ná á leiknum gegn Þór í 3.umferðinni 19. september næstkomandi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top