Sameinast Pytlick og Gidsel í Berlín?
AXEL HEIMKEN via AFP)

Simon Pytlick (AXEL HEIMKEN via AFP)

Sterkur orðrómur er um það að danski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður GOG í Danmörku, Simon Pytlick gæti gengi í raðir Fuchse Berlín næsta sumar.

Simon Pytlick er hinsvegar nýbúinn að framlengja samning sinn við þýska félagið Flensburg til ársins 2030 en sögusagnir eru um það að Fuchse Berlín séu tilbúnir að kaupa hann frá Flensburg.

Ef það gengur eftir mun hann sameinast Mathias Gidsel og Nicolej Krickau. Simon Pytlick og Mathias Gidsel léku saman í GOG auk þess að leika að sjálfsögðu saman í danska landsliðinu.

Þá þjálfaði Nicolej Krickau þá báða í GOG og þá þjálfaði Krickau einnig Pytlick hjá Flensburg.

Füchse Berlin er sagt vinna hart að því að finna arftaka fyrir Lasse Andersson sem er á leið til Veszprém næsta sumar.

Meðal þeirra nafna sem nefnd eru sem mögulegir arftakar eru bæði Simen Lyse leikmaður Kolstad og Simon Pytlick, samkvæmt RThandball.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top