Sú besta í 1.umferðinni – Hrikalega spennt fyrir vetrinum
ÍBV handbolti)

Daníel Þór Ingason - Sandra Erlingsdóttir (ÍBV handbolti)

Sandra Erlingsdóttir stimplaði sig inn í Olís-deild kvenna með stæl í sigri ÍBV á Fram í 1.umferð Olís-deildar kvenna á laugardaginn.

Sandra skoraði hvorki fleiri né færri en 13 mörk úr 14 skotum og gaf átta stoðsendingar. Sandra var valin leikmaður umferðarinnar í Handkastinu en leikmaður umferðarinnar í Olís-deild kvenna er í samstarfi við Sage by Saga Sif. Sandra fær að launum gjafabréf hjá Sage By Saga Sif.

,,Það var augljóst að þetta væri fyrsti leikur hjá báðum liðum. Mér fannst varnarleikurinn hjá báðum liðum og sérstaklega hjá okkur ekkert sá besti," sagði Sandra en mikið var skorað í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 20-18 ÍBV í vil.

,,Við náðum að slípa okkur vel saman og það var gríðarlega sterkt að vinna þennan leik. Það var hrikalega gaman að spila þennan leik og gaman að vera komin aftur í íslenska deilduna og spila fyrir áhorfenduna í Eyjum. Það er alltaf stemning þar," sagði Sandra í samtali við Handkastið sem er spennt fyrir vetrinum.

,,Þetta lítur ótrúlega vel út og ég er hrikalega spennt fyrir vetrinum. Það var líka gaman að sjá að leikirnir í 1.umferðinni voru allir frekar jafnir og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top